Bera fyrir sig einföldun reglugerða

Nýbyggingin byrgir fyrir allt útsýni nágrannanna.
Nýbyggingin byrgir fyrir allt útsýni nágrannanna. Morgunblaðið/Karítas

„Það er búið að vera að ein­falda bygg­ing­ar­reglu­gerð og draga úr ýms­um kröf­um er varða t.d. innri og ytri um­gjörð bygg­inga síðastliðin ár,“ seg­ir Björn Ax­els­son, skipu­lags­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg, spurður um vöru­húsið sem reist var við Álfa­bakka 2 í Breiðholti við hlið fjöl­býl­is­húss.

„Hins veg­ar eru oft sett­ir skil­mál­ar í deili­skipu­lag sem geta verið nokkuð ít­ar­leg­ir þar sem það á við. Slík­ir skil­mál­ar geta verið opn­ari ann­ars staðar, það átti m.a. við Álfa­bakka­lóðina en þeir hefðu getað verið ít­ar­legri en raun­in er. Þar var gam­alt deili­skipu­lag í gildi frá ár­inu 2009 þar sem gert var ráð fyr­ir mjög stórri bygg­ingu, 1-5 hæða, með mögu­leik­um á fjöl­breyttri at­vinnu­starf­semi en lóðin er á svo­kölluðu miðsvæði sam­kvæmt aðal­skipu­lagi þar sem heim­ild­ir til notk­un­ar eru tals­vert rúm­ar.“

Ábyrgðin er hjá borg­ar­stjórn

„Það er al­veg rétt að skipu­lags­skil­mál­ar voru rúm­ir en bygg­ing­araðilar byggja sam­kvæmt þeim ramma sem þeim er veitt­ur,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks. Hún seg­ir það al­veg ljóst að ábyrgðin á þessu skipu­lags­klúðri við Álfa­bakka 2 sé al­farið hjá meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar. „Borg­in þarf að setja skipu­lags­skil­mála sem vernda ákveðna heild­ar­hags­muni og það var ekki gert þrátt fyr­ir ábend­ing­ar íbúa í hverf­inu.“

Á fundi borg­ar­ráðs 15. júní 2023 var samþykkt út­hlut­un á lóðinni og sala bygg­ing­ar­rétt­ar vegna þjón­ustu- og versl­un­ar­hús­næðis við Álfa­bakka 2. Sjálf­stæðis­menn og Sósí­al­ist­ar sátu hjá. „Við höf­um ekki á neinu stigi fengið til kynn­ing­ar eða samþykkt­ar þrívíðar teikn­ing­ar af bygg­ing­unni sem sýna af­stöðuna til íbúðabyggðar­inn­ar. Það er nokkuð óvenju­legt,“ seg­ir Hild­ur.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert