Fóru yfir málin hver í sínu lagi

Til stóð að funda um ágreiningsmál yfir helgina.
Til stóð að funda um ágreiningsmál yfir helgina. mbl.is/Eyþór Árnason

For­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins funduðu ekki sam­an um helg­ina eins og stóð til að gera. Þess í stað fóru þeir yfir þá vinnu sem vinnu­hóp­ar flokk­anna höfðu skilað af sér, hver í sínu lagi.

For­menn­irn­ir þrír koma sam­an til fund­ar fyr­ir há­degi í dag, fara yfir vinnu helgar­inn­ar og halda viðræðunum áfram.

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ekki sam­hljóm­ur um allt

Greint var frá því fyr­ir helgi að for­menn flokk­anna þriggja ætluðu að funda um ágrein­ings­mál yfir helg­ina. Vinnu­hóp­ar flokk­anna skiluðu af sér til­lög­um til formann­anna fyr­ir helgi og sagði Þor­gerður á blaðamanna­fundi á föstu­dag að til­lög­urn­ar bæru þess merki að ekki væri sam­hljóm­ur um allt á milli þeirra.

Þor­gerður seg­ir að ekki séu mörg ágrein­ings­mál sem eigi eft­ir að ræða, en þó ein­hver. Kveðst hún vongóð um að það tak­ist að leysa úr þeim eins og hafi tek­ist til þessa.

Hún vildi ekk­ert gefa upp um hvaða mál það væru sem flokk­ana grein­ir enn á um.

„Miðað við hvernig þetta hef­ur gengið fram til þessa þá mun leys­ast úr mörgu á næstu dög­um,“ seg­ir Þor­gerður.

Hún seg­ir að enn sé stefnt að því að hefja rit­un á nýj­um stjórn­arsátt­mála í vik­unni. Aðspurð seg­ir hún að ekki sé farið að ræða skipt­ingu ráðuneyta held­ur séu það mál­efn­in sem hafi verið í fyr­ir­rúmi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert