Gefa engar upplýsingar um viðræður í dag

Enn er stefnt að því að hefja ritun stjórnarsáttmála í …
Enn er stefnt að því að hefja ritun stjórnarsáttmála í vikunni. mbl.is/Eyþór Árnason

For­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins hafa í dag fundað með sínu fólki og munu hvorki gefa kost á viðtölum né upplýsingar um gang stjórnarmyndunarviðræðna fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 

Þetta staðfestir aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, við mbl.is.

Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að formennirnir hefðu ekki fundað um helgina eins og til stóð að gera. Þess í stað fóru þeir yfir þá þá vinnu sem vinnuhópar flokkanna höfðu skilað af sér, hver í sínu lagi.

Stefna enn að ritun sáttmála í vikunni

Greint var frá því fyr­ir helgi að for­menn flokk­anna þriggja ætluðu að funda um ágrein­ings­mál um helg­ina en Þorgerður sagði á blaðamannafundi á föstudag að tillögur vinnuhópana bæru þess merki að ekki væri samhljómur um allt á milli þeirra.

Ekki ætti eftir að ræða mörg ágreiningsmál og sagðist hún vongóð um að tækist að leysa úr þeim, eins og gert hefði verið til þessa.

Hún vildi ekk­ert gefa upp um hvaða mál það væru sem flokk­ana greindi enn á um, en sagði enn stefnt á að hefja ritun á nýjum stjórnarsáttmála í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert