Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst fyrr í dag að bjarga hval sem hafði fest sig í legufæri norður af Viðey.
Áhöfninni barst tilkynning um málið í gærkvöldi og sendi séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar á vettvang um miðnætti.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Sökum myrkurs og erfiðra aðstæðna gekk illa að skera af hvalnum og var þá ákveðið að áhöfnin á varðskipinu Þór myndi gera tilraun til að bjarga dýrinu í birtingu.
Gæslan gerði MAST viðvart um málið og voru fimm úr áhöfninni sendir að hvalnum sem er sagður hafa stoppað stutt á yfirborðinu en að hafi verið svo sannarlega fastur í legufærinu.
Áhöfnin notaðist við belg, tóg og kröku og reyndi að slæða upp spottann sem hvalurinn var flæktur í.
Á sjötta tímanum í morgun náðist loks að skera á tógið og synti hvalurinn í burtu frjáls ferða sinna.
„Hvalurinn virtist frelsinu feginn eftir raunir næturinnar og dagsins,“ segir í tilkynningu.