Rýnt í áhrif Vigdísar á samfélagið

Vigdís nýtur mikillar hylli í dag. Fjallað verður um ævi …
Vigdís nýtur mikillar hylli í dag. Fjallað verður um ævi hennar og áhrif á samfélagið á námskeiðinu. Morgunblaðið/Golli

 

„Þessi hugmynd, að hafa veglegt námskeið um feril Vigdísar Finnbogadóttur forseta, kviknaði núna hjá Endurmenntun þegar kominn er nýr forseti, Halla Tómasdóttir annar kvenforseti landsins, og þá fara menn að hugsa um forsetaembættið og merkingu þess, en Vigdís braut blað á sínum tíma með því að vera fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörinn forseti í heiminum, eins og frægt er.“

Þetta segir Páll Valsson rithöfundur sem kennir stóran hluta námskeiðsins um Vigdísi, enda þekkir hann vel til forsetans og skrifaði bókina Vigdís: Kona verður forseti, árið 2009.

Námskeiðið verður haldið í lok janúar en þar verður m.a. fjallað um uppruna Vigdísar og mótunarár, hugmyndaheim hennar og hugsjónir og áhrif framboðs hennar á samfélagið.

Hver er Vigdís?

„Við erum að skoða feril Vigdísar enn betur og skoða hann út frá mörgum sjónarhornum. Við spyrjum spurninga eins og hver Vigdís sé og hvaðan hún komi og hverjir séu hennar áhrifavaldar. Ég hef skrifað stóra bók um Vigdísi sem er svolítill útgangspunktur til að fjalla aðeins nánar um hennar bakgrunn, hverjar voru hennar hugsjónir og fyrir hvað stendur hún og hvort hún hafi haft eitthvað að bera umfram aðra, sem gæti skýrt það af hverju hún var kosin,“ segir Páll. „Það er lykilatriði í því að skilja Vigdísi að þekkja uppruna hennar, úr hvaða jarðvegi hún er sprottin og hvaðan hennar hugmyndir eru fengnar.“

Áhrif Vigdísar á konur og kvenréttindi hérlendis eru augljós og Páll segir að það sé líka spennandi að skoða áhrif kjörs Vigdísar og veru hennar á forsetastóli á þróun íslensks samfélags. „Þetta eru allt stórar spurningar sem við leitumst við að svara og eins ætlum við að velta fyrir okkur áhrifum hennar á alþjóðasamfélagið.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert