Samið um 3,5% launahækkun

Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Stjórnarráðinu fá nú launahækkun.
Háskólamenntaðir starfsmenn hjá Stjórnarráðinu fá nú launahækkun. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ríkið hefur samið við Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Kjarasamningurinn gildir til mars 2028 og felur í sér launahækkanir upp á 3,25%-3,5% á ári út gildistíma samningsins.

Kjarasamningurinn er afturvirkur og tekur gildi frá 1. apríl 2024. 

Launahækkunin í ár er 3,25% en næstu ár samningsins var samið um 3,5% launahækkun á ári, sem nemur allt að 23.750 krónum á mánuði.

Njóta ekki verkfallsréttar

Desemberuppbót og orlofsuppbót hækkar einnig á hverju ári á samningstímanum.

Aðilar eru sammála um að í ljósi þess að meirihluti félagsmanna hafa ekki verkfallsrétt þá þurfi að tryggja möguleika á því að hvor aðili um sig geti fengið mat óháðs aðila á þróun kjara háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins sem heyra undir kjarasamninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert