Talar ekki „lýtalaust“

Jón G. Friðjónsson málfræðingur.
Jón G. Friðjónsson málfræðingur. mbl.is/Ásdís

„Það sem veld­ur mér mest­um áhyggj­um er að þetta spjall­menni er ekki á því stigi að það sé hægt að nota það sem hjálp­ar­gagn, til dæm­is við kennslu í skól­um,“ seg­ir Jón G. Friðjóns­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lensku við Há­skóla Íslands, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Jón skrif­ar aðsenda grein í blaðið í dag, með fram­halds­grein sem verður birt á morg­un, þar sem hann fjall­ar um mál­beit­ingu spjall­menn­is­ins Chat­G­PT, bend­ir á það sem vel geng­ur og það sem bæta þarf. Niðurstaða pró­fess­ors­ins er að enn sé eitt­hvað í það að spjall­mennið geti talað „því sem næst lýta­lausa ís­lensku“.

Þótt spjall­mennið sýni góða hæfni á ein­hverj­um sviðum, beiti t.d. viðteng­ing­ar­hætti nokkuð vel, ger­ir það oft vill­ur. Sum­ar mis­fell­urn­ar kveðst Jón aldrei hafa séð á sinni tæp­lega 60 ára löngu kenn­aratíð.

„Mállíkanið er um margt afar áhuga­vert, en á því stigi sem það er núna virðist það ekki rísa und­ir þeim vænt­ing­um sem er eðli­legt að gera til þess,“ seg­ir Jón enn frem­ur.

Tungu­mál hafa sér­kenni

Hann seg­ist gera sér grein fyr­ir því að tækn­in muni þró­ast, en seg­ir þó ljóst að mállíkanið muni aldrei búa yfir sömu málþekk­ingu og mann­kynið enda skilji það ekki tungu­mál með sama hætti og manns­hug­ur­inn. „Þessi skap­andi kraft­ur sem er ein­kenni tungu­máls­ins er ekki til staðar í gervi­greind­inni,“ seg­ir Jón.

„Hafa ber í huga að hvert tungu­mál hef­ur sín sér­kenni. Íslensk tunga er samof­in ís­lensk­um bók­mennt­um, menn­ingu, sögu og bibl­íu­máli. Mállíkanið þarf að taka til­lit til þessa eins og kost­ur er.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert