Telur ekki þurfa að herða útlendingalöggjöfina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:18
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:18
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sér ekki fyr­ir sér að það þurfi að herða út­lend­inga­lög­gjöf enn frek­ar til þess að fækka hæl­is­um­sókn­um á Íslandi.

„Það voru auðvitað mjög veiga­mikl­ar breyt­ing­ar gerðar í fyrra á lög­gjöf­inni og sé ekki fyr­ir mér að það þurfi per se að gera ein­hverj­ar um­frambreyt­ing­ar á því,“ seg­ir Dag­björt í nýj­asta þætti Dag­mála. 

Dag­björt mætti í þátt­inn ásamt Snorra Más­syni þar sem farið var yfir hin ýmsu mál.

Schengen áskil­ur að til séu bú­setu­úr­ræði

Spurð hvort að henni hugn­ist að taka upp mót­tökumiðstöð fyr­ir hæl­is­leit­end­ur sem koma til lands­ins og lokað bú­setu­úr­ræði fyr­ir hæl­is­leit­end­ur sem hafa fengið synj­un um alþjóðlega vernd, seg­ir hún mik­il­vægt að hafa mannúð og skil­virkni að leiðarljósi.

Á sama tíma þurfi að horfa til alþjóðlegra skuld­bind­inga Íslands. 

„Schengen-sam­starfið, sem við erum aðilar að, áskil­ur að það séu miklu mannúðlegri úrræði til staðar fyr­ir aðila sem bíða brott­vís­un­ar eða eru fyr­ir­sjá­an­lega við kom­una til lands­ins ekki að fara öðlast inn­göngu af ein­hverj­um ástæðum,“ seg­ir Dag­björt. 

„Eitt­hvað verður að gera“

Hún bend­ir á að Ísland hafi vistað hæl­is­leit­end­ur sem hafa fengið synj­un í fang­els­um þar sem ekki hafi verið til staðar bú­setu­úr­ræði.

„Þannig já, eitt­hvað verður að gera. Hvort að þetta verði ein­hver stór fang­elsi þar sem verði heilu og hálfu fjöl­skyld­urn­ar þarna og börn þarna lát­in daga uppi svo árum skipt­ir, eins og því miður er til ann­ars staðar er­lend­is, það hugn­ast mér alls ekki,“ seg­ir Dag­björt. 

Snorri og Dag­björt ræddu ýmis hita­mál á borð við út­lend­inga­mál, rétt­trúnað, stöðu vinst­ris­ins, um­hverf­is­mál og ný­legt bann Breta við veit­ingu kynþroska­bæl­andi lyfja til barna.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert