Dregur úr éljum í kvöld

Spáð er éljum víða um land í dag.
Spáð er éljum víða um land í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það verður suðvestlæg eða breytileg átt á landinu í dag, víða 3-10 m/s og él en bjart með köflum austantil.

Það dregur úr éljum í kvöld. Frost verður 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins en frostlaust við suðurströndina.

Á morgun gengur í norðan og norðvestan 10-18 m/s, hvassast suðaustanlands. Það verða él á Norður- og Austurlandi, en annars víða bjartviðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert