Ekki til gögn um stærri skjálfta: Virknin engu lík

Suðausturhluti Hofsjökuls. Mynd úr safni, tekin úr UAVSAR-flugvél NASA.
Suðausturhluti Hofsjökuls. Mynd úr safni, tekin úr UAVSAR-flugvél NASA. Ljósmynd/NASA

Fleiri en hundrað skjálft­ar hafa mælst í eld­stöðinni Hofs­jökli á ár­inu. Virkn­in það sem af er des­em­ber­mánuði er meiri en mæl­ist jafn­an á heilu ári. Taka þarf eld­stöðina al­var­lega, að sögn pró­fess­ors í eld­fjalla­fræði.

Stærsti skjálfti árs­ins til þessa varð föstu­dag­inn 13. des­em­ber og mæld­ist 3,3 að stærð.

Raun­ar er skjálft­inn sá stærsti sem orðið hef­ur í jökl­in­um frá ár­inu 2009, eða eins langt og op­in­ber gögn Veður­stofu ná aft­ur.

Að lík­ind­um er því enn lengra liðið frá jafn­mikl­um hrær­ing­um.

Ann­ar skjálfti, 2,8 að stærð, reið yfir í jökl­in­um nú síðdeg­is. Fleiri jarðskjálft­ar hafa fylgt í kjöl­farið en ekki er þeirra allra getið í gröf­un­um hér að neðan.

Eðli jök­uls­ins leynd­ist mönn­um lengi

Ljóst má því vera að meg­in­eld­stöðin, ein sú til­komu­mesta á land­inu, er að vakna til lífs­ins. Hvað það þýðir er þó alls óvíst, enda hef­ur ekki gosið þar frá land­námi og jafn­vel aðeins fimm sinn­um á síðustu tíu þúsund árum.

Hofs­jök­ull er um 1.800 metra hár og rís upp af miðhá­lend­inu, um 35 til 40 kíló­metr­ar að þver­máli. Nokk­ur stór­fljót má rekja til jök­uls­ins, þar á meðal Þjórsá, Hvítá, Blöndu og Héraðsvötn.

Fjallað er um eld­stöðina í bók­inni Nátt­úru­vá á Íslandi: Eld­gos og jarðskjálft­ar frá ár­inu 2013. Þar seg­ir að eðli jök­uls­ins hafi lengi dulist mönn­um, enda hafi eld­virkn­inn­ar ekki orðið vart í árþúsund­ir.

Það hafi svo ekki verið fyrr en upp úr ár­inu 1970 sem vís­inda­menn áttuðu sig á því að und­ir ísn­um leynd­ist gríðar­mik­il gosa­skja.

Eld­fjall sem get­ur látið að sér kveða

„Hofs­jök­ull er ein af þeim eld­stöðvum sem hafa ekki sýnt nein sér­stök tilþrif í lang­an tíma. Hann hef­ur hins veg­ar allt til að bera til að vera tek­inn al­var­lega,“ sagði Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is í ág­úst. Þá þegar voru skjálft­ar það sem af er ári orðnir fleiri en á nokkru heilu ári frá upp­hafi mæl­inga.

„Það er stór askja und­ir jökl­in­um, keilu­laga eld­fjall, og allt þar í kring bend­ir til þess að þarna sé eld­fjall sem get­ur látið að sér kveða,“ sagði Páll.

Örfá og ör­smá eld­gos hafa orðið þar á síðustu 10 þúsund árum, það sýna hraun sem koma und­an jökl­in­um. Út frá jökl­in­um eru til­komu­mikl­ir sprungu­sveim­ar, bæði til norðnorðvest­urs og til vestsuðvest­urs.

Bar varla á skjálft­um fyrr en 2021

Fylgst hef­ur verið vel með Hofs­jökli síðan árið 1975 þegar fyrstu jarðskjálfta­mæl­un­um var komið fyr­ir þar.

Aft­ur á móti bar varla á nein­um skjálft­um fyrr en árið 2021. Það staðfest­ir, að sögn Páls, að skjálft­arn­ir komi ekki fram bara vegna þess að mæli­tæk­in nú á 21. öld­inni séu betri.

Rann­sókn­ir benda til þess að mjög langt sé síðan ein­hverj­ar hreyf­ing­ar og ham­far­ir hafi verið á þessu svæði, eða 10-15 þúsund ár.

„En þegar koma fram svona lífs­mörk verða menn að taka það al­var­lega, alla vega til að byrja með, og það er full ástæða til að fylgj­ast vel með þess­ari eld­stöð,“ sagði Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert