Fleiri skólabörn heimsækja kirkjur

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands.
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands. mbl.is/Ólafur Árdal

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir vel hægt að bjóða skólabörnum að heimsækja kirkjurnar í aðdraganda jólanna án þess að vera með sérstakt trúboð.

Skólastjórnendur og foreldrar eru hvattir til að fara með skólabörn í heimsóknir í kirkjurnar en Guðrún bendir á að kirkjan hafi einnig hvatt til þess að skólabörn fái að kynnast öðrum trúfélögum og trúarbrögðum en þjóðkirkjunni.

Fyrir nokkrum árum voru settar samskiptareglur milli skóla og trúfélaga. Umræðan í kringum það var nokkuð áberandi en ekkert í þeim bannar skólum að heimsækja kirkjur. Guðrún tjáði Morgunblaðinu í gær að fleiri skólabörn hefðu komið í kirkjur en á sama tíma í fyrra. Að sögn biskups er sátt um reglurnar.

Full sátt um þetta

„Já, ég held að það sé full sátt um þetta núna. Þjóðkirkjan lítur þannig á að mikilvægt sé að vinna þetta fallega og vel með skólunum og tekið sé tillit til allra. Enda er vel hægt að fá skólabörn í heimsókn í kirkjurnar fyrir jólin án þess að vera með sérstakt trúboð. Þetta voru miklar breytingar og var erfitt mál meðan á því stóð. Það var svolítil harka í umræðunni enda var þetta nýtt fyrir okkur. En umræðan var þörf vegna þess að við lifum í breyttu samfélagi,“ segir biskup.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert