Alls sóttu 39 manns um stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu, sem var auglýst nýverið, en 15 umsækjendur drógu umsókn sína til baka að því er nýsköpunarráðuneytið greinir frá.
Á meðal umsækjenda eru þingmennirnir Gísli Rafn Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata, og Jódís Skúladóttir, fráfarandi þingmaður VG.
Umsóknarfrestur var til 2. desember.
Umsækjendur eru:
Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, að í frumvarpi sem hafi verið samþykkt í júní hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður, verið sameinaðir í nýjan sjóð undir heitinu Nýsköpunarsjóðurinn Kría.
„Nýsköpunarsjóðnum Kríu er ætlað að veita stuðning við nýsköpun í formi fjárfestinga og mun sjóðurinn geta beitt fjölbreyttum aðferðum við fjárfestingu í samræmi við stöðu fjármögnunarumhverfis og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Sjóðnum er ætlað að ná til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, vísisjóða og annarra aðila, svo sem þeirra sem vinna að nýskapandi lausnum við samfélagslegum áskorunum, sjálfbærni og grænum umskiptum.“