Fráfarandi þingmenn á meðal umsækjenda um forstjórastarf

Sjóðnum er ætlað að ná til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, vísisjóða …
Sjóðnum er ætlað að ná til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, vísisjóða og annarra aðila. Ljósmynd/Colourbox

Alls sóttu 39 manns um stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu, sem var auglýst nýverið, en 15 umsækjendur drógu umsókn sína til baka að því er nýsköpunarráðuneytið greinir frá.

Á meðal umsækjenda eru þingmennirnir Gísli Rafn Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata, og Jódís Skúladóttir, fráfarandi þingmaður VG. 

Umsóknarfrestur var til 2. desember. 

Umsækjendur eru:

  1. Aron Heiðar Steinsson, verkstjóri
  2. Axel Freyr Gíslason, sölumaður
  3. Daníel Ólafsson, sérfræðingur í markaðssetningu á netinu
  4. Einar Torfi Einarsson Reynis, gagnasérfræðingur
  5. Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri
  6. Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, framkvæmdastjóri
  7. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður
  8. Grímur Sigurðarson, lögmaður
  9. Gunnar Halldórsson, rekstrarstjóri
  10. Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri
  11. Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri
  12. Íris Dögg Jónsdóttir, verkefnastjóri
  13. Jódís Skúladóttir, þingmaður
  14. Jón Bragi Gíslason, lögfræðingur og frumkvöðull
  15. Jón Steingrímsson, sjálfstætt starfandi
  16. Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður
  17. Ladislav Mach, vaktstjóri
  18. Rakel Þóra Sverrisdóttir, lögfræðingur
  19. Rohit Goswami, hugbúnaðarverkfræðingur
  20. Sæmundur K Finnbogason, sjóðsstjóri
  21. Salóme Guðmundsdóttir, sölu og markaðsstjóri
  22. Stefán Þór Helgason, þjónustu og viðskiptaþróunarstjóri
  23. Þóra Björk Elvarsdóttir, fulltrúi fjárhagsdeildar
  24. Þorleifur Jónsson, fasteignasali

Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, að í frumvarpi sem hafi verið samþykkt í júní hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður, verið sameinaðir í nýjan sjóð undir heitinu Nýsköpunarsjóðurinn Kría.

„Nýsköpunarsjóðnum Kríu er ætlað að veita stuðning við nýsköpun í formi fjárfestinga og mun sjóðurinn geta beitt fjölbreyttum aðferðum við fjárfestingu í samræmi við stöðu fjármögnunarumhverfis og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Sjóðnum er ætlað að ná til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, vísisjóða og annarra aðila, svo sem þeirra sem vinna að nýskapandi lausnum við samfélagslegum áskorunum, sjálfbærni og grænum umskiptum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert