Framsókn kærir yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi

Kærufrestur rennur út í lok dags.
Kærufrestur rennur út í lok dags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landskjörstjórn hefur borist kæra frá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi.

Kæran barst í gær, en þetta staðfestir Ástríður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar.

Ástríður segir í samtali við mbl.is að landskjörstjórn ætli ekki að greina frá efni kærunnar að svo stöddu. Kærufrestur rennur út í lok dags.

Umsögn til Alþingis

„Svo er okkar hlutverk að gefa umsögn til Alþingis um efni kærunnar í kjölfarið,“ segir hún. 

Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður sendi inn kæruna fyrir hönd Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Segir hann kæruna snúast um viðbrögð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis við umkvörtunum umboðsmanna B-listans.

„Meira get ég ekki sagt þér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert