Málflutningur VG „ómarkviss“ í umhverfismálum

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Vinstri græn hafi náð litlum sem engum árangri í umhverfismálum. Samfylkingin hafi hins vegar skýra stefnu í málaflokknum.

„Við höfum ekkert sem hönd á snertir sem er árangur og úrbætur og eitthvað fýsískt sem Vinstri græn geta sagt „þetta gerðum við í þágu umhverfisins“. Það voru jú vissulega friðlýsingar en það var karp og ómarkvisst tal um til dæmis mjög grundvallarhluti eins og orkuöflun og hvaða framtíðarsýn við höfum í þeim efnum á þinginu þar síðasta vetur – síðasta vetur segi ég,” segir Dagbjört í Dagmálum.

Dag­björt mætti í þátt­inn ásamt Snorra Más­syni, þingmanni Miðflokksins, þar sem farið var yfir hin ýmsu mál.

Ekki rétt að Samfylkingin hafi ekki stefnu í málaflokknum

Spurð að því af hverju umhverfismálin voru nánast ekkert til umræðu í nýafstöðnum kosningunum segir Dagbjört að allar rannsóknir sýni að eftir því sem fólk á meira efnahagslega erfitt uppdráttar þá einblíni það frekar á efnahagsmál.

„Húsnæðismálin, efnahagsmálin og heilbrigðismálin voru megin-fókusinn í þessum kosningum. Það þýðir ekki að hitt skipti ekki máli,“ segir Dagbjört.

Hún segir að þeir sem tali um að Samfylkingin hafi ekki stefnu í umhverfismálum hafi ekki rétt fyrir sér.

„Við tölum við fyrir sjálfbærri orkunýtingu og orkuöflun,“ segir hún.

Snorri og Dag­björt ræddu ýmis hita­mál á borð við út­lend­inga­mál, rétt­trúnað, stöðu vinst­ris­ins, um­hverf­is­mál og ný­legt bann Breta við veit­ingu kynþroska­bæl­andi lyfja til barna.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella hér.

Frá landsfundi VG í október.
Frá landsfundi VG í október. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert