Tilkynning um eld í iðnaðarhúsnæði við Draupnisgötu barst slökkviliðinu á Akureyri rétt fyrir hálf tíu í kvöld.
Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir að búið sé að ná tökum á eldinum að mestu en að erfitt sé að komast að eldinum:
„Það er búið að slá verulega á eldinn og við erum að reyna að komast að honum frá öðrum stöðum.“
Hann segir tvær vaktir slökkviliðsmanna hafa verið kallaðar út til að kæfa eldinn.