Tvær vaktir í útkalli vegna elds á Akureyri

Gunnar segir að búið sé að slá verulega á eldinn.
Gunnar segir að búið sé að slá verulega á eldinn. mbl.is/Eyþór

Tilkynning um eld í iðnaðarhúsnæði við Draupnisgötu barst slökkviliðinu á Akureyri rétt fyrir hálf tíu í kvöld.

Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir að búið sé að ná tökum á eldinum að mestu en að erfitt sé að komast að eldinum:

„Það er búið að slá verulega á eldinn og við erum að reyna að komast að honum frá öðrum stöðum.“

Hann segir tvær vaktir slökkviliðsmanna hafa verið kallaðar út til að kæfa eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert