Áfram í haldi grunaður um hrottalegt ofbeldi

Konan var með mikla áverka viðsvegar um líkamann og að …
Konan var með mikla áverka viðsvegar um líkamann og að sögn lýtalæknis sem skoðaði hana litu sár á líkama hennar út fyrir að hún hafi verið lamin með hamri. Ljósmynd/Colourbox

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni sem er grunaður um að hafa beitt konu hrottalegu ofbeldi yfir nokkurra daga tímabil. Er honum gert að sæta varðhaldi til 9. janúar.

Tilkynnt var um málið 10. nóvember en þá hafði konan komið á bráðamóttöku Landspítalans. Hún var töluvert mikið slösuð eftir líkamsmeiðingarnar. Segir í greinargerð lögreglu að konan hafi verið með gríðarlega mikla áverka víðs vegar um líkamann og að sögn lýtalæknis sem skoðaði konuna litu sár á líkama hennar út fyrir að hún hafi verið lamin með hamri. Þá var hún með að minnsta kosti eitt brotið rifbein.

Kristján var í nóvember einnig dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hann réðst í tvígang að konu í janúar.

Ofbeldið stóð yfir í tvær vikur

Konan greindi frá því að Kristján hefði veitt henni áverkana og var hann handtekinn í kjölfarið. Hún sagði við skýrslutöku að hann hefði lamið sig með járnröri, spýtu og hleðslutæki, stungið hana með nál og skorið hana í fótleggina með hníf.

Hún kveðst hafa verið hjá honum í um það bil mánuð og að ofbeldið hefði staðið yfir í um tvær vikur, og kom megnið af áverkunum til síðustu dagana áður en hún fór á sjúkrahús.

Kristján neitaði sök við skýrslutöku málsins.

Miklar líkur á lífshættulegu ofbeldi

Í greinargerð lögreglu segir að Kristján sé sterklega grunaður um stórfellda líkamsárás gagnvart konunni. Tekið er fram að í tengslum við rannsókn málsins hafi verið framkvæmt áhættumat á Kristjáni. Sé litið til áhættuþátta þá voru 15 af 20 áhættuþáttum metnir vera til staðar.

„Niðurstöður matsins benda til þess að mjög mikil áhætta sé á almennri ofbeldishegðun af hendi varnaraðila. Talið er líklegt að varnaraðili muni sýna af sér sams konar ofbeldishegðun og hann hefur gert, með miklum líkum á lífshættulegu ofbeldi,“ segir í greinargerðinni.

Þá er tekið fram að Kristján hafi ítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot og hafi sjö sinnum hlotið dóma fyrir slík brot, nú síðast 8. nóvember. Þá hlaut hann 16 mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur segir í úrskurði sínum, sem Landsréttur hefur staðfest, að sterkur grunur leiki á að Kristján hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað 10 ára fangelsi. Var því samþykkt að framlengja gæsluvarðhaldið á grundvelli almannah

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert