Bjartsýnar og líst vel á stöðuna

Hanna Katrín er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður og Þorbjörg …
Hanna Katrín er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður og Þorbjörg Sigríður í Reykjavík suður. Samsett mynd/mbl.is/Ágúst/María

Hönnu Katrínu Friðriksson og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmönnum Viðreisnar, líst vel á stöðu stjórnarmyndunarviðræðna milli Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins. 

Formenn flokkanna eru nú á fullu að rita stjórnarsáttmála. 

„Mér líst auðvitað bara vel á stöðuna upp að því marki sem ég þekki hana. Ég er í reglulegum samskiptum við formanninn, Þorgerði Katrínu, og veit að vinnunni miðar áfram,“ segir Hanna Katrín í samtali við mbl.is.

Flokkssystir hennar, Þorbjörg Sigríður, er á sama máli. 

„Mér líst bara vel á þetta og hlakka til að sjá hvernig þessu vindur fram,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við mbl.is.

Hún kveðst ágætlega bjartsýn á að ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins verði mynduð fyrir áramót. Hún telur traust milli formannanna þriggja lykilatriði í ríkisstjórnarsamstarfi og vísar til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um að sterkt samband sé á milli hennar, Kristrúnar Frostadóttur og Ingu Sæland. 

Svara ekki símanum

mbl.is hringdi í alla þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins í gær. 

Í dag var hringt í alla þá sem ekki svöruðu ekki í gær. Þingmenn Viðreisnar voru þeir einu sem tóku upp tólið. María Rut Kristinsdóttir kaus að tjá sig ekki. Þá hefur ekki náðst í formanninn, Þorgerði Katrínu.

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar sem svöruðu ekki:

  • Víðir Reyn­is­son
  • Ey­dís Ásbjörns­dótt­ir
  • Logi Ein­ars­son
  • Alma Möller
  • Ragna Sig­urðardótt­ir
  • Jó­hann Páll Jó­hanns­son
  • Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir
  • Dag­ur B. Eggerts­son
  • Kristrún Frosta­dótt­ir

Þing­menn Flokks fólks­ins sem svöruðu ekki:

  • Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir
  • Eyj­ólf­ur Ármanns­son
  • Inga Sæ­land
  • Kol­brún Bald­urs­dótt­ir
  • Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert