Leggja háspennulögn að Dettifossi

Guðlaugur og Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Rarik, við undirritun samningsins.
Guðlaugur og Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Rarik, við undirritun samningsins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, hef­ur und­ir­ritað samn­ing við orku­fyr­ir­tækið Rarik um að fyr­ir­tækið taki að sér að leggja há­spennu­lögn úr Keldu­hverfi að Detti­fossi og Gríms­stöðum á Fjöll­um. 

Gert er ráð fyr­ir að af­hend­ing raf­orku á þess­um stöðum geti haf­ist fyr­ir lok næsta árs. Þar með verði Grímsstaðir á Fjöll­um tengd­ir við raf­orku­kerfið og með því komið í veg fyr­ir að fram­leiða þurfi raf­orku á staðnum með dísi­lol­íu. 

Geta komið upp hleðslu­stöðvum

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu en þar seg­ir jafn­framt að um mik­il­vægt skref sé að ræða fyr­ir sam­göng­ur og ferðaþjón­ustu á svæðinu þar sem með lögn­inni sé verið að opna á þann mögu­leika á að setja upp hleðslu­stöðvar við Detti­foss ásamt öðrum svæðum á þjóðvegi 1 en um er að ræða það landsvæði þar sem lengst er á milli hleðslu­stöðva á þjóðveg­in­um. 

„Ríkið greiðir að meðaltali 15 millj­ón­ir króna á ári vegna rekst­urs dísil­stöðva á Gríms­stöðum á Fjöll­um auk niður­greiðslu á olíu­hit­un, til að tryggja orku­ör­yggi á svæðinu. Með samn­ingn­um vinn­um við bót á þessu, náum um 1.000-2.000 tonna sam­drætti í kol­efn­is­los­un yfir 10 ára tíma­bil og kom­um á orku­skipt­um á svæði sem er ein af helstu ferðamanna­perl­um lands­ins,“ er haft eft­ir Guðlaugi Þór. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert