Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en vinningurinn hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Það var hins vegar heppinn Norðmaður sem hlaut annan vinning, tæpar 56 milljónir króna. Einn Íslendingur fékk þriðja vinning í kvöld, 3,8 milljónir króna. Sá var með miðann í áskrift hjá Íslenskri getspá.
Einn Íslendingur fékk fyrsta vinning í Jókernum, 2,5 milljónir króna og keypti hann miðann í Lottó-appinu. Þá hlutu sex annan vinning, 125 þúsund krónur hver. Einn miðinn var keyptur í Olís á Hellu, annar í Gullnesti í Grafarvogi, sá þriðji á N1 í Borgarnesi og sá fjórði í Extra, Kaupangi á Akureyri. Tveir miðar voru keyptir í áskrift.