Karlmaðurinn sem beitti sambýliskonu sína svo alvarlegu líkamlegu ofbeldi í apríl á síðasta ári að hún lést, heitir Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson.
Hann var dæmdur í tólf ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í mánuðinum fyrir stórfellt brot í nánu sambandi.
Athygli vekur að Þorsteinn var ekki nafngreindur í dómi héraðsdóms.
Maðurinn er þó ekki sakfelldur fyrir manndráp, líkt og hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki þótti sannað að það hefði verið ásetningur hans á verknaðarstundu að bana konunni.