Ráðist á starfsfólk í verslun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðist var á starfsfólk verslunar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og þá var tilkynnt um þjófnað í tveimur verslunum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gærkvöld til 5 í morgun. 75 mál eru bókuð í kerfi lögreglu á tímabilinu og þrír gista í fangaklefa.

Lögreglustöð, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, fékk tilkynningu um umferðaróhapp. Enginn slasaðist en ökumaður virðist hafa misst stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á staur.

Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig sviptur ökuréttindum og var laus úr haldi lögreglu eftir sýnatöku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert