Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og bæjarstjórn Fjallabyggðar hafa komist að samkomulagi um starfslok Sigríðar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu.
Sigríður tók við starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar árið 2022 og átti að sitja til ársins 2026.
Bæjarstjórnin þakkar fráfarandi bæjarstjóra fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni, segir á vef sveitarfélagsins.
Þar kemur jafnframt fram að æa næstu dögum muni bæjarstjórn Fjallabyggðar komast að samkomulagi um hvernig verður staðið að ráðningu nýs bæjarstjóra.