Telur ekki best að mannkynið deyi út

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir umhverfishreyfinguna stundum taka á sig mynd trúarofstækis. Nefnir hann sem dæmi andstöðu við kjarnorkuver í Þýskalandi og notkun þess í stað á kolaorkuverum. 

Hann telur að Íslendingar séu í auknum mæli meðvitaðir um þann mikla árangur sem hefur náðst hér á landi í umhverfismálum og því hafi málaflokkurinn ekki endilega vakið mikla athygli í nýafstöðnum kosningum.

Þetta kemur fram í Dagmálum þar sem hann og Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddu meðal annars um ástæða þess að lítill áhugi var fyrir umhverfismálum í Alþingiskosningunum. 

Nýsköpun og tækni lykilatriði

Hann segir að margumrædd orkuskipti að mestu leyti þegar búin að fara fram samanborið við önnur ríki.

Snorri telur að nýsköpun og tækni séu lykilatriði til þess að finna leiðir til að stuðla að sjálfbæru lífi mannkynsins, sem sé nokkuð fjölmennt.

Þú vilt að við séum fleiri er það ekki?

„Jú, endilega. Ég lít ekki svo á að það sé bara best að mannkynið deyi út, eins og sumir,“ segir Snorri og tekur fram að hann sé ekki að beina þessum orðum að Dagbjörtu.

Dagbjört og Snorri mættu í settið og ræddu um ýmis …
Dagbjört og Snorri mættu í settið og ræddu um ýmis mál. mbl.is/María Matthíasdóttir

„Finnst þetta ekki eiga erindi á þjóðþing“

Hann segir að umhverfishreyfingin taki stundum á sig mynd trúarofstækis og bendir á að stundum standist málflutningur umhverfissinna ekki alltaf skoðun.

„Í aðra röndina viljum við kolefnishlutleysi en í hina viljum við ekki að við framleiðum græna orku á Íslandi þó að sú framleiðsla tryggi að framleiðslu af þessu efni fari fram með kolefnishlutlausum hætti. Og ef við gerum það ekki þá þýðir það að hún færist þar sem hún er ekki kolefnishlutlaus. En það skiptir okkur ekki máli því þetta er trúarlegt. Þá ertu ekki lengur að fylgja rökrænni yfirsýn,“ segir Snorri.

Hann bendir á að Græningjar í Þýskalandi hafi alla tíð verið á móti kjarnorku sem orkugjafa og því séu kolaver notuð í staðinn.

„Hvað ertu þá að gera? Þú ert í raun og veru bara með eitthvað friðþægingarkerfi inn í þinni sál og gott og vel, gott og blessað. Mér finnst þetta ekki eiga erindi á þjóðþing sem málefnalegur málstaður,“ segir hann.

Ýmis hitamál rædd

Snorri og Dag­björt ræddu ýmis hita­mál á borð við út­lend­inga­mál, rétt­trúnað, stöðu vinst­ris­ins, um­hverf­is­mál og ný­legt bann Breta við veit­ingu kynþroska­bæl­andi lyfja til barna.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella hér.

Mótmæli á COP29.
Mótmæli á COP29. AFP/Laurent Thomet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert