Brunabjalla fór í gang: Engin hætta á ferð

Kringlan. Mynd úr safni.
Kringlan. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin hætta var á ferð þegar þegar gestum var vísað frá Hagkaup í Kringlunni. 

Virðist sem gestum hafi verið tjáð að eldur væri laus í verslunarmiðstöðinni en það reyndist ekki rétt. 

Að sögn talsmanns frá Hagkaupum er starfsemi hafin eins og ekkert hafi í skorist. 

Í júní kom upp eldsvoði í Kringlunni. Læsti hann sig í þaki Kringlunnar með þeim afleiðingum að loka þurfti nokkrum verslunum eftir vatnstjón. 

Fréttin hefur verið uppfærð 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert