Framkvæmdir hófust á undan leyfinu

Vöruhúsið er þétt upp við fjölbýlishús Búseta í Suður-Mjódd.
Vöruhúsið er þétt upp við fjölbýlishús Búseta í Suður-Mjódd. mbl.is/Karítas

Þegar fyrsta deiliskipulagið fyrir Suður-Mjódd var samþykkt var það kynnt á almennum íbúafundi árið 2009 þar sem gert var ráð fyrir fjölbreyttri verslun, m.a. sérvöruverslun, þjónustu og starfsemi sem þjóna ætti heilum borgarhluta.

Þar var gert ráð fyrir verslun og þjónustu, skrifstofum, stofnunum, afþreyingu og íbúðum, einkum á efri hæðum bygginga. Einnig var gert ráð fyrir matvöruverslunum og veitinga- og gististöðum.

Í samantektinni hér að ofan kemur fram að framkvæmdir hófust …
Í samantektinni hér að ofan kemur fram að framkvæmdir hófust ári áður en byggingarleyfi var gefið út. Grafík/Morgunblaðið

Einnar hæðar hús með turnum

Á lóðinni Álfabakka 2 var gert ráð fyrir aflöngu húsi á 1-7 hæðum með tveggja hæða bílakjallara upp á 22.500 fm á 16.340 fm lóð sem gaf nýtingarhlutfall upp á 1,4 án bílakjallara. Skýringarteikning sýndi einnar hæðar hús með turnum með reglulegu millibili sem gætu aðskilið mismunandi starfsemi húshlutanna.

Á lóðinni skyldi leitast við að mynda samfellda byggingu sem lægi samhliða Reykjanesbraut og draga þannig úr umferðarhávaða á íþróttasvæðunum og lóðum svæðisins.

Átti að vera uppbrot fyrir birtu

Bjarni Þór Þórólfsson
Bjarni Þór Þórólfsson

Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, segir að mikill munur sé á byggingunni sem sé risin nú og fyrsta deiliskipulaginu þar sem til stóð að hús á einni hæð myndi rísa á lóðinni.

„Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir miklu uppbroti á byggingarmagni á lóðinni með sjö byggingum með bili á milli þar sem augljóslega kemur fram mikið uppbrot fyrir ljós og birtu,“ segir Bjarni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert