Handtekinn eftir líkamsárás á ferðamann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi þar sem ferðamaður hafði orðið fyrir líkamsárás. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins vegna verknefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 56 mál eru bókuð í kerfum lögreglunnar á tímabilinu og gista tveir í fangageymslu lögreglu.

Lögregla var kölluð til vegna tveggja þjófnaða í verslunum og voru málin leyst á vettvangi og þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus eftir hefðbundið ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert