Ófært er á Krýsuvíkurvegi vegna veðurs og þá er flughált á hluta Garðskagavegar og á Nesvegi.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Varað var við því fyrr í dag inn á vef Veðurstofunnar að vegir á sunnanverðu landinu gætu orðið flughálir þegar færi að rigna á frosna vegi.
Flughált er á Garðskagsvegi á milli Stafness og Hafna. Hált er á Hellisheiðinni og hálkublettir eru á milli Hveragerðis og Selfoss.