Slydda eða rigning við suðvesturströndina

Úrkomuspá klukkan 14 í dag.
Úrkomuspá klukkan 14 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Það gengur í austan og suðaustan 8-15 m/s í dag með dálítilli snjókomu sunnan og vestanlands. Það bætir svo í úrkomuna síðdegis með slyddu eða rigningu við suðvesturströndina og það hlýnar í veðri. 

Um landið norðanvert verður hægari vindur. Þar verður þurrt og áfram kalt í veðri.

Á morgun verður breytileg átt 3-10 m/s. Það verða dálítil él en slydda eða snjókoma um tíma við austurströndina. Hitinn verður um eða undir frostmarki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert