Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 sem mældist við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu á ellefta tímanum í gærkvöldi er líklega stærsti skjálfti frá upphafi mælinga árið 1991.
Veðurstofa Íslands greinir frá þessu en skjálftinn fannst í Borgarnesi, Akranesi og í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Nokkrir eftirskjálftar mældust og var sá stærsti 2,6 að stærð.
Síðast mældist skjálfti yfir 3 að stærð þann 7. október 2021.
Skjálftavirkni tók sig upp í kerfinu það ár og hefur aðeins farið vaxandi, eins og mbl.is hefur áður greint frá.