Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu ávarpa fjölmiðla klukkan 17.15 á stuttum blaðamannafundi á Alþingi.
Að sögn aðstoðarmanna formannanna er tíðinda að vænta frá formönnunum um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem hafa verið í gangi á milli flokkanna síðan 3. desember.
Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland byrjuðu að funda klukkan 15.30 en greint hefur verið frá að unnið var áfram í dag að skrifa stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Að sögn Ingileifar Friðriksdóttur, aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar, gekk sú vinna vel þegar mbl.is náði af henni tali fyrr í dag.
Þá var mögulega einhverra tíðinda að vænta um hvenær stjórnarsáttmálinn yrði kynntur.
Fréttin hefur uppfærð