Vegir á sunnanverðu landinu gætu orðið flughálir þegar fer að rigna á frosna vegi í dag.
Í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar er bent á að skil gangi yfir frá vestri til austurs í dag, með austlægri átt og snjókomu og síðar rigningu á sunnanverðu landinu.
Blint geti orðið á köflum í snjókomu á Hellisheiði og þá einkum á milli klukkan 17 og 20.