Erlend hjón handtekin á Keflavíkurflugvelli

Nýverið voru erlend hjón handtekin á Keflavíkurflugvelli við komuna til …
Nýverið voru erlend hjón handtekin á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins með 34 kg af kannabisefnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýverið voru erlend hjón handtekin á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins með 34 kg af kannabisefnum. Fíknefnin fundust við leit tollvarða í tveimur ferðatöskum er fólkið hafði meðferðis. Tilgangur ferðar virðist hafa verið sá eini að flytja fíkniefni til landsins og þiggja greiðslu fyrir.

Frá þessu er greint á vef lögreglunnar en þar kemur fram að það sem af er þessu ári hafi lögreglan á Suðurnesjum haldlagt 158 kg af maríjúana, 21 kg af hassi, 35 kg af kókaíni, tæplega 19000 stk. af MDMA, um 2000 skammta af LSD og  7000 stk. af OxyContin.

Fram kemur að flest málanna eigi uppruna sinn á landamætunum að tilstuðlan árvökula tollvarða.

Í bráðaaðgerð á Landspítala

„Mikið og gott samstarf er á milli lögreglunnar á Suðurnesjum og tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Árið 2023 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 125 kg af maríjúana og 15.5 kg af hassi, en svipað magn af öðrum ólöglegum efnum,“ segir á vef lögreglunnar.

Mesta magn sem einstaklingur flutti í líkama sínum á árinu 2024 voru 140 pakkningar sem reyndust innihalda 1,47 kg af kókaíni. Slík flutningsaðferð er lífshættuleg og var t.a.m. einn einstaklingur færður í bráðaaðgerð á Landspítala í Fossvogi þar sem pakkningar sem innihéldu fljótandi kókaín festust í meltingarvegi viðkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert