Kvöddu ráðuneytin í dag

Þórdís Kolbrún tók sjálfu með starfsfólki utanríkisráðuneytisins.
Þórdís Kolbrún tók sjálfu með starfsfólki utanríkisráðuneytisins. Skjáskot/Instagram

Ráðherrar kvöddu starfsfólk ráðuneyta sinna í dag. 

Um helgina tekur að öllum líkindum við ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra deildi mynd af sér kveðja starfsfólk ráðuneytisins á samfélagsmiðlinum Instagram í dag. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra deildi í gær mynd á Instagram af aðstoðarmönnum sínum kveðja ráðuneytið.

Aðstoðarmenn Áslaugar Örnu, þær Eydís Arna og Áslaug Hulda, kvöddu …
Aðstoðarmenn Áslaugar Örnu, þær Eydís Arna og Áslaug Hulda, kvöddu ráðuneytið. Skjáskot/Instagram

Í dag virðist Áslaug hafa pakkað saman eigum sínum, en hún deildi með fylgjendum sínum mynd af tveimur plastkössum og plöntu í dag á skrifstofu sinni, sem nú er orðin frekar tómleg. 

Skrifstofan er nú frekar tómleg.
Skrifstofan er nú frekar tómleg. Skjáskot/Instagram

Í dag fundaði starfs­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Eins og sjá má á myndunum hér að neðan féllust ráðherra í faðma að fundi loknum. 

Guðrún og Lilja föðmuðust eftir síðasta ríkisstjórnarfund sinn í dag.
Guðrún og Lilja föðmuðust eftir síðasta ríkisstjórnarfund sinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Willum og Guðrún kveðjast að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum.
Willum og Guðrún kveðjast að loknum síðasta ríkisstjórnarfundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert