Minnkar stress, vanlíðan og sjálfsskaða hjá minkum

Minkar á Dalsbúinu.
Minkar á Dalsbúinu. Morgunblaðið/Eyþór

Ekki hefur verið krafa um notkun leikfanga í minkabúrum áður að sögn Björns Harðarsonar, formanns deildar loðdýrabænda, en Ásgeir Pétursson, loðdýrabóndi á Dalsbúinu í Helgadal í Mosfellsbæ, hefur verið látinn sæta dagsektum af hálfu Matvælastofnunar, sem fer fram á úrbætur á velferð minkanna.

Meðal þess sem MAST krefur Ásgeir um er að komið verði fyrir í búrunum umhverfisauðgandi hlutum eins og rörum, kubbum, boltum eða innréttingum, svo sem hillum, sem veita örvun og er ætlað að fyrirbyggja óæskilega hegðun.

Spurning um túlkun

Björn segir alla minkabændur með hillur í búrum sem dýrin geti farið upp á og læðan geti farið þangað til að hvíla sig á hvolpunum. „Þetta er spurning um túlkun á reglugerð og hefur ekki verið í umræðunni áður.“ Reglugerð um velferð minka kveður á um að séu þeir haldnir í búrum skuli þeir geta hreyft sig óhindrað, staðið á afturlöppum, legið og viðhaft eins eðlilega og fjölbreytta hegðun og frekast er unnt.

Þóra J. Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir alla loðdýrabændur þurfa að lúta sömu reglum. Tvenns konar gerðir séu af minkabúrum; toppsýlindrabúr, með aukahæð þar sem hreiðurkassinn sé ofan á búrinu, og hefðbundin búr. Ef bændur séu með hefðbundin búr er krafa gerð um að koma þar fyrir umhverfisauðgun. „Það er ekki flóknara en svo að koma fyrir hillu í búrunum en flestir uppfylla þau skilyrði að hafa annaðhvort toppsýlindrabúr eða hillu.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert