#56. - Er lyfjarisi að gleypa leikskóla? Hækka skattar?

Hvaða áhrif hefur það á leikskólakerfið í heild ef lyfjarisinn Alvotech stofnar leikskóla? Kristín Dýrfjörð, dósent í leikskólafræðum varar við en Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur, fagnar þróuninni.

Á vettvangi Spursmála takast þær Kristín og Heiðrún Lind á um það hvort rétt sé að heimila einkafyrirtækjum að byggja upp leikskóla sem ætlað sé að sinna þjónustu við börn starfsmanna.

Alvotech hefur hafið undirbúning að slíkum skóla í samstarfi við fasteignafélagið Heima. Önnur fyrirtæki, á borð við Arion banka, skoða aðrar leiðir sem miðað að sama marki.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube og er öllum aðgengileg.

SVEIT, Virðing, Efling og allt það

Í fyrri hluta þáttarins mæta til leiks þeir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT. Þeir ræða fréttir vikunnar, meðal annars þann storm sem geisað hefur milli SVEIT og Eflingar vegna nýs kjarasamnings við stéttarfélagið Virðingu.

Þá blandaði Jóhannes Þór sér í umræðuna um hatursorðræðu og fordóma gagnvart transfólki í kjölfar þess að Snorri Másson, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins tók upp hanskann fyrir Eld Smára Kristinsson, fyrrum frambjóðanda Lýðræðisflokksins, sem haldið hefur uppi sjónarmiðum um transfólk sem eru Samtökunum 78 mjög á móti skapi.

Það gerði Snorri í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær.

Jóhannes situr í stjórn samtakanna sem nú hafa kært Eld Smára til lögreglu fyrir hatursorðræðu.

Ný stjórn í burðarliðnum

Þeir Jóhannes Þór og Aðalgeir ræða einnig yfirvofandi stjórnarskipti sem nú stefnir í að verði af um helgina. Hver verður í hvaða ráðherraembætti og er hætt við að virðisaukaskattur verði hækkaður á ferðaþjónustuna.

Þetta og margt fleira í glóðheitum þætti á þessum síðasta föstudegi fyrir jól.

Aðalgeir Ásvaldsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Jóhannes Þór Skúlason og Kristín …
Aðalgeir Ásvaldsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Jóhannes Þór Skúlason og Kristín Dýrfjörð eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert