Starfshópur skipaður af dómsmálaráðuneytinu mun rýna í atvik sem gerðist á þriðjudaginn er lögreglan þurfti í fyrsta sinn að beita rafbyssu til að yfirbuga manneskju í aðgerðum sínum.
Þetta staðfestir Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.
Hún segir að ráðuneytið hafi skipað starfshópinn en hlutverk hans er að yfirfara hvert tilfelli þar sem rafbyssa er notuð.
„Hópurinn mun koma saman og yfirfara málið sem þú vísar til,“ skrifar Helena aðspurð en í þessu tilfelli þurfti að yfirbuga manneskju vopnaða hnífi.