Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem hefur verið nefnd Valkyrjustjórnin, verður kynnt í dag.
Fyrir hádegi munu þingflokkar flokkanna og flokksstofnanir samþykkja tillögur um ráðherraskipan og stjórnarsáttmála sem verður svo í kjölfarið kynnt almenningi klukkan 13 í Hafnarfirði.
Fráfarandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fer á ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 15 og fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar á að hefjast klukkan 16.30.
Hér fyrir neðan má áfram fylgjast með öllum nýjustu tíðindum.