„Jájá, það verður virkjað meira“

Jóhann Páll Jóhannsson, verðandi umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson, verðandi umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Nýr orkumálaráðherra segir að virkjað verði meira á landinu. Hans fyrsta verkefni verði þó að tryggja forgang almennings að raforku.

Þetta segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem tekur nú við sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í nýrri ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

„Fyrsta verkefnið er að tryggja forgang almennings að raforku á tímum umframeftirspurnar í kerfinu,“ sagði Jóhann í samtali við blaðamenn áður en hann gekk inn á ríkisráðsfund nú fyrir skömmu.

„Jájá, það verður virkjað meira,“ svaraði hann aðspurður en bætti við: „En það verður líka gætt að náttúruvernd.“

Hann segir auk þess að tekið verði á loftslagsmálum með fastari tökum en spurður hvernig hann hyggst gera það heldur hann spilunum að sér: „Eigum við ekki bara að ræða það eftir fundinn?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert