Jón Nordal jarðsunginn

Útför Jóns Nordal, tónskálds og fyrrverandi skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Jón lést fyrr í þessum mánuði, á 99. aldursári.

Kistuna báru tónskáldin Guðmundur Hafsteinsson, Kjartan Ólafsson, Þuríður Jónsdóttir, Mist Þorkelsdóttir, Atli Ingólfsson og Karólína Eiríksdóttir.

Sr. Sveinn Valgeirsson jarðsöng og minningarorð las Snorri Sigfús Birgisson.

Víkingur Heiðar Ólafsson lék á píanó og Guðný Einarsdóttir á orgel. Sönghópurinn Cantoque Ensemble sá um söng undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Jón Nordal var eitt af ástsælustu tónskáldum þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi síðastliðna öld.

Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið Hvert örstutt spor við ljóð Halldórs Laxness og kórlagið Smávinir fagrir við ljóð Jónasar Hallgrímssonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert