„Mér fannst frekar lítið í þessu“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirfráfarandi, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirfráfarandi, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra mbl.is/Eyþór

„Mér fannst frekar lítið í þessu miðað við hvaða tíma þetta er búið að taka,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, um nýja stjórnarsáttmálann.

Áslaug er mætt á Bessastaði þar sem nú fer fram ríkisráðsfundur sem hófst klukkan 15 en ræddi hún við fjölmiðla fyrir fundinn. 

Hún segist hafa áhyggjur af ýmsum málum þar sem henni finnist lítið um útfærslur nema í miklum útgjaldatillögum í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar og nefnir hún útgjaldatillögur Flokks fólksins í almannatryggingum sem dæmi.

Þá segir hún að verðandi ríkisstjórnar bíði stórt verkefni við að koma saman fjármálaáætlun á næstu vikum og sýna þannig á spilin fyrir kjörtímabilið.

„Ég sé ekki hvernig þessar tillögur munu ganga ef þeim fylgir ekki þær skattahækkanir sem voru nú boðaðar í kosningabaráttunni en við verðum að sjá hvað verður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert