Snjóflóð í Esjunni í nótt

Esjan í vetrarskrúða.
Esjan í vetrarskrúða. mbl.is/Árni Sæberg

Lítið snjóflóð féll í nótt og fór yfir gönguleið í Esjunni.

Þetta staðfestir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Hann segir að það sé ekki vitað hvenær snjóflóðið féll nákvæmlega. Hann segist ekki vita meira um snjóflóðið en að það hafi verið lítið.

Aðspurður hvort menn eigi að fara sérstaklega varlega vegna snjóflóðahættu á svæðinu segir hann að fólk eigi alltaf að fara varlega í vetraraðstæðum og hafa snjóflóðahættu í huga.

„Það eru ekki sérstaklega viðkvæmar aðstæður núna,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka