Þetta eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland. mbl.is/Eyþór

Stefnu­yf­ir­lýs­ing Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins var kynnt í Hafnar­f­irði í dag. Var þar ný ráðherra­skip­an kynnt en 11 nýir ráðherr­ar voru kynnt­ir til sög­unn­ar. Fjór­ir koma úr röðum Sam­fylk­ing­ar, fjór­ir frá Viðreisn og þrír úr Flokki fólks­ins.

Sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að með því að fækka ráðuneyt­um úr 12 í 11 spar­ist nokk­ur hundruð millj­ón­ir króna.

„Við ætl­um að gera breyt­ing­ar á menn­ing­ar-, viðskipta og ferðamálaráðuneyt­inu. Því verður í raun skipt upp,“ sagði hún.

Stjórnarsáttmálinn undirritaður.
Stjórn­arsátt­mál­inn und­ir­ritaður. mbl.is/​Eyþór

Viðskipta- og ferðamálaráhlut­inn verður færður yfir í mat­vælaráðuneytið og verður að  at­vinnu­vegaráðuneyti.

Menn­ing­ar­ráðuneytið sam­ein­ast í há­skóla-, viðskipta- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti. 

„Við verðum þá með menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðuneyti.“

Hús­næðismál­in verða flutt úr innviðaráðuneyt­inu yfir í fé­lags­málaráðuneytið. Innviðaráðuneyti verður þannig að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyti.

Fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið verður að fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyti.

Kristrún for­sæt­is­ráðherra

Eins og flest­ir bjugg­ust við verður Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, for­sæt­is­ráðherra.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, verður ut­an­rík­is­ráðherra. Er hún þar í lyk­il­hlut­verki í Evr­ópu­mál­um en þjóðar­at­kvæðagreiðsla um Evr­ópu­sam­bandið er á dag­skrá.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, verður fé­lags- og hús­næðismálaráðherra enda hef­ur sá mála­flokk­ur verið áber­andi í henn­ar mál­flutn­ingi bæði á þingi og í kosn­inga­bar­átt­unni í ár.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og …
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins. Sam­sett mynd/​mbl.is/​Krist­inn Magnús­son/​Arnþór

Alma verður heil­brigðisráðherra

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, sem var þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á síðasta kjör­tíma­bili, verður um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra.

Logi Már Ein­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, verður menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra

Alma Möller, fyrr­ver­andi land­lækn­ir, verður heil­brigðisráðherra. 

For­seti þings­ins verður Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir.

Nýir ráðherrar Samfylkingar: Jóhann Páll Jóhannsson, Logi Már Einarsson og …
Nýir ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar: Jó­hann Páll Jó­hanns­son, Logi Már Ein­ars­son og Alma Möller. Sam­sett mynd

Fjár­málaráðherra utan þings

Daði Már Kristó­fers­son, vara­formaður Viðreisn­ar, verður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. At­hygli vek­ur að hann er ekki þingmaður flokks­ins en er það þó ekki í fyrsta sinn sem slíkt ger­ist.

Hanna Katrín Friðriks­son frá Viðreisn verður nýr at­vinnu­vegaráðherra. Und­ir ráðuneytið munu falla mála­flokk­ar land­búnaðar, sjáv­ar­út­vegs og iðnaðar.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir frá Viðreisn verður dóms­málaráðherra.

Daði Már Kristófersson, Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.
Daði Már Kristó­fers­son, Hanna Katrín Friðriks­son og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir. Sam­sett mynd

Eyj­ólf­ur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, þingmaður Flokks fólks­ins, verður sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir hjá Flokki fólks­ins verður mennta- og barna­málaráðherra.

Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Eyj­ólf­ur Ármanns­son og Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir. Sam­sett mynd
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert