Borgin hefði þurft að breyta aðalskipulagi

Samkvæmt reglugerð á að sýna á afstöðumynd mannvirki sem eru …
Samkvæmt reglugerð á að sýna á afstöðumynd mannvirki sem eru 30 metra frá fyrirhugaðri byggingu. Það var ekki gert með Álfabakka 2. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hilm­ar Þór Björns­son arki­tekt seg­ir að í fljótu bragði sýn­ist sér að sú land­notk­un sem birt­ist í fram­kvæmd­inni við vöru­húsið, kjötvinnsl­una og iðnaðar­eld­húsið við Álfa­bakka 2 stand­ist ekki Aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030, en sam­kvæmt því er um að ræða miðsvæði.

„Miðsvæði á að þjóna borg­ar­hlut­an­um með fjöl­breyttri versl­un, sér­versl­un og þjón­ustu, skrif­stof­um, stofn­un­um og afþrey­ingu. Þar er einnig gert ráð fyr­ir mat­vötu­versl­un­um og veit­inga­stöðum. Þessi land­notk­un gef­ur fyr­ir­heit um líf­legt hverfi sem íbú­ar eiga jafn­an dag­legt er­indi til,“ seg­ir Hilm­ar.

Hann seg­ir að at­hafna­svæði sé ann­ars kon­ar svæði.

„Þar er fyrst og fremst komið fyr­ir umboðs- og heild­versl­un­um og rým­is­frekri versl­un og iðnaði og hús­næði af þess­ari stærðargráðu.“

Erlendur Gíslason
Er­lend­ur Gísla­son mbl.is

Samþykkt gögn stóðust ekki bygg­ing­ar­reglu­gerð

Hilm­ar seg­ir að teikn­ing­arn­ar sem lagðar voru fyr­ir bygg­ing­ar­full­trúa stand­ist ekki bygg­ing­ar­reglu­gerð.

„Sam­kvæmt reglu­gerð á að sýna mann­virki sem eru 30 metra frá fyr­ir­hugaðri bygg­ingu á af­stöðumynd. En af­stöðumynd­in sem ligg­ur hjá bygg­ing­ar­full­trúa sýn­ir ekki nein önn­ur mann­virki, rétt eins og húsið sé ey­land. Á af­stöðumynd­inni hefði átt að sýna Bú­seta­húsið en það er ekki gert. Teikn­ing­una átti ekki að stimpla af því að hún var ekki í lagi og bygg­ing­ar­full­trúi þarf að svara fyr­ir það.“

Ekki sam­kvæmt lög­um

Er­lend­ur Gísla­son lögmaður Bú­seta seg­ir að ekki verði annað ráðið en að hús­næðið við Álfa­bakka 2a-2d, sem er hannað sem kjötvinnsla, iðnaðar­eld­hús og vöru­hús með skrif­stof­um sem auka­rými, geti hvorki tal­ist í sam­ræmi við aðal- né deili­skipu­lag.

„Af því leiðir að breyta hefði þurft aðal­skipu­lagi sam­hliða deili­skipu­lagi áður en t.d. bygg­ing­ar­leyfi var gefið út. Sama á við ef það á að gefa út starfs­leyfi fyr­ir slíka starf­semi í hús­næðinu. Slík­ar breyt­ing­ar hefðu því þurft að fara í gegn­um hefðbundna málsmeðferð sam­kvæmt skipu­lagslög­um sem á að viðhafa við breyt­ing­ar á skipu­lagi og m.a. kynna og aug­lýsa til­lög­urn­ar.“

Meira má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert