Ellefu skjálftar síðasta sólarhringinn

Ellefu skjálftar hafa mælst við Grjótarvatn í Ljósufjallakerfinu.
Ellefu skjálftar hafa mælst við Grjótarvatn í Ljósufjallakerfinu. mbl.is/Árni Sæberg

Ellefu skjálftar hafa mælst við Grjótarvatn í Ljósufjallakerfinu síðasta sólarhringinn. Stærsti skjálftinn var 2,3 að stærð en sá minnsti var 0,5 að stærð.

Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

„Þetta er í takt við undanfarna daga, kannski aðeins meira þennan sólarhringinn heldur en þann fyrri, en í sjálfu sér ekki meira marktækt,“ segir hann.

Á miðvikudag mældist jarðskjálfti af stærðinni 3,2 við Grjótarvatn og er hann talinn einn stærsti skjálfti frá upphafi mælinga árið 1991.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert