Færir borgarbúa nær hver öðrum

Stutt er á milli Hallgerðargötu 11b vinstra megin og fjölbýlishússins …
Stutt er á milli Hallgerðargötu 11b vinstra megin og fjölbýlishússins Stuðlaborgar hægra megin. mbl.is/Baldur

Víða er stutt á milli fjöl­býl­is­húsa á nýj­um þétt­ing­ar­reit­um í borg­inni. Dæmi um þetta má sjá hér á síðunni en mynd­irn­ar voru tekn­ar á Kirkju­sandi og á Orkureitn­um.

Til­efnið er umræða um ná­býlið sem hlýst af þétt­ingu byggðar. Þá ekki síst í Suður-Mjódd en Morg­un­blaðið hef­ur að und­an­förnu fjallað um þá upp­bygg­ingu. Til upp­rifj­un­ar er mynd af henni birt hér fyr­ir neðan.

Meðal ann­ars ræddi Morg­un­blaðið við Pál Jakob Lín­dal um­hverf­is­sál­fræðing sem taldi að borg­in hlyti „að vera kom­in í þrot með þessa þétt­ing­ar­stefnu“.

Sam­töl Morg­un­blaðsins við arki­tekta leiða í ljós að þessi skipu­lags­stefna er um­deild inn­an stétt­ar­inn­ar. Hins veg­ar vilja arki­tekt­ar ekki koma fram und­ir nafni af ótta við að það skerði starfs­mögu­leika þeirra.

Fjölbýlishús í byggingu við hlið Orkuhússins.
Fjöl­býl­is­hús í bygg­ingu við hlið Orku­húss­ins.

Haft eins og búr­hænsni

Einn þeirra ræddi við Morg­un­blaðið í trausti nafn­leynd­ar.

„Mér finnst hræðilegt hvað það er verið að byggja nærri um­ferðaræðum. Þegar ég var í aka­demí­unni var lagt mikið upp úr friðsæld, út­sýni og sól­ar­ljósi en nú finnst mér fólk haft eins og búr­hænsni,“ sagði arki­tekt­inn um þétt­ing­ar­reiti í Reykja­vík.

Stigahús tengir hús á Hallgerðargötu.
Stiga­hús teng­ir hús á Hall­gerðargötu.

Slæm áhrif á heilsu

„Það er ekki skrítið að fólk sé að upp­lifa kuln­un og streitu ef hí­býl­in eru ekki leng­ur mann­sæm­andi, alltof lít­il og dimm. Höfð er minnsta mögu­lega fjar­lægð milli húsa þannig að fólk star­ir á milli glugga. Áður voru tveggja her­bergja íbúðir jafn­an 70 fer­metr­ar. Nú er hins veg­ar orðið al­gengt að nýj­ar tveggja her­bergja íbúðir séu 50 fer­metr­ar,“ sagði arki­tekt­inn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 19. des­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert