Lífið og listin í klaustri systranna

Stund í kapellu klaustursins, húsi sem setur sterkan svip á …
Stund í kapellu klaustursins, húsi sem setur sterkan svip á Hafnarfjarðarbæ. Morgunblaðið/Eggert

Handmáluð kerti og helgimyndir eru meðal margs þess fallega sem fæst í búð þeirri sem kaþólsku systurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði starfrækja. Helgi jólanna liggur í loftinu í búðinni sem er fagurri listaveröld líkust.

Byrja handvinnu snemma á haustin

„Þetta eru munir sem allir eru unnir af systrunum hér í klaustrinu. Við byrjum snema á haustin í þessari listavinnu og hingað koma margir; bæði til að kaupa varning og líka að sjá skreytingarnar hér, til dæmis jötuna í kapellunni okkar. Hún er sett upp með vísun í guðspjallið,“ segir María Agnes sem er abbadís í klaustrinu.

Húsið er sterkt kennileiti í Hafnarfirði og setur svip sinn á bæinn, enda þótt íbúarnir þar blandi sér lítt í bæjarlífið.

Málað á kerti með vatnslitum. Útkoman er snotur.
Málað á kerti með vatnslitum. Útkoman er snotur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls eru 14 nunnur í klaustrinu; 13 frá Póllandi og ein kanadísk. „Okkar líf og köllun er að biðja til Jesú og við fylgjum ráðum hans. Við lifum fyrir Guð,“ segir Agnes, sem hefur verið á Íslandi í áratugi.

Lífið í klaustrinu, sem er við götuna Ölduslóð, er allt í mjög föstum skorðun. Trúin og iðkun hennar stýrir tilveru systranna, sem yngstar eru um tvítugt og þær elstu um sjötugt.

Bænir og íhugun í sex klukkustundir á dag

Starfið byrjar klukkan sex á morgnana með bæn og íhugun og svo er messa klukkan átta. Með því er tónninn fyrir daginn gefinn; bænir og íhugun í allt að átta tíma á dag en svo inn á milli tekin vinna við handverk af fínna taginu, eins og sést best á jólavarningnum sem vinsælda nýtur.

Umfjöllunin birtist fyrst í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Barnsfæðingin í Betlehem með augum nunnanna.
Barnsfæðingin í Betlehem með augum nunnanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert