Ótrúlegar samsæriskenningar um Hringborð norðurslóða

Ólafur Ragnar Grímsson á veg og vanda af Hringborði norðurslóða.
Ólafur Ragnar Grímsson á veg og vanda af Hringborði norðurslóða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði, segir að erlend viðbrögð við því þegar Ólafur Ragnar Grímsson setti Hringborð norðurslóða á fót hafi einkennst af ranghugmyndum og jafnvel samsæriskenningum.

Val­ur gaf ný­verið út bók­ina Ice­land's Arctic Policies and Shift­ing Geopolitics: Em­bell­is­hed Promise, þar sem hann fer yfir stefnu Íslands í mál­efn­um norður­slóða frá lok­um kalda stríðsins og til okk­ar daga. Í bókinni er fjallað nokkuð um Hringborð norðurslóða, Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti lýðveldisins, á veg og vanda af.

Valur segir m.a. að því hafi verið haldið fram að bein tengsl væru á Hringborðsins og gerð fríverslunarsamningsins við Kína og að með stofnun þess væri ætlunin að veikja Norðurskautsráðið. Meira að segja merki hringborðsins, þar sem sex fígúrur héldust í hendur átti að tákna kröfu Íslands um að teljast eitt af strandríkjunum á norðurslóðum.

Merki ráðstefnunnar átti að tákna kröfur Íslands til að teljast …
Merki ráðstefnunnar átti að tákna kröfur Íslands til að teljast strandríki á norðurslóðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þannig var látið eins og Ólafur væri að ganga erinda annara eins og Kínverja, að þeir væru fjárhagslegur bakhjarl Hringborðs norðurslóða og fleira sem stóðst ekki skoðun. Það sem skiptir þó máli er að Ólafur Ragnar talaði öðruvísi um norðurslóðir en íslensk stjórnvöld,“ segir Valur.

Hringborðið hluti af ímyndarsköpun landsins

Valur ræðir í viðtalinu þann mun sem var á stefnu Ólafs Ragnars og íslenskra stjórnvalda, sem var í grunninn að Ólafur Ragnar vildi nálgast norðurslóðamál á víðum grundvelli, þar sem allir ættu erindi að borðinu vegna þess að loftslagsbreytingar snertu allan heiminn, á meðan íslensk stjórnvöld höfðu mun þrengri nálgun, þar sem Norðurslóðaríkin átta ættu að fara með forræði á svæðinu og hafa þannig meira um þær að segja en önnur ríki.

Valur segir að þarna hafi skapast ákveðin spenna á milli þessara sjónarmiða og engin tilraun hefur verið gerð til að leysa hana. Þá hafi þetta valdið misskilningi erlendis um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og um valdheimildir forsetans í utanríkismálum, ekki síst þegar Ólafur Ragnar gegndi því embætti. Valur segir einnig að Hringborðið er nú orðið hluti af landkynningu Íslands, og því segi sumir stjórnmálamenn ekkert gegn sýn Ólafs Ragnars á norðurslóðir þó þeir séu ósammála henni.

„Staðreyndin er sú að Hringborð norðurslóða snýst að miklu leyti um persónulega og pólitíska arfleifð Ólafs Ragnars, en á sama tíma hefur ráðstefnan orðið að lið í þjóðarmörkun eða ímyndarsköpun fyrir Ísland eins og leiðtogafundurinn árið 1986.“

Nánar er rætt við Val um málefni norðurslóða í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka