Vindhviður allt að 35 m/s

Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 21 annað kvöld.
Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 21 annað kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Annað kvöld gætu vindhviður farið í allt að 35 m/s við fjöll um norðvestanvert landið.

Þetta kemur fram í ábendingu til vegfarenda frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. 

Í nótt verður suðaustan stormur með snjókomu. Síðan hlýnar og rignir þá. Snýst í hægari suðvestanátt með skúrum í fyrramálið.

„Vegir víða mjög hálir á meðan snjó og klaka leysir. Blint í éljum á fjallvegum á vestur helmingi landsins seinni partinn á morgun og hvöss suðvestanátt með hviðum um 35 m/s við fjöll um norðvestanvert landið annað kvöld.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka