Andlát: Egill Þór Jónsson

Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, er látinn, 34 ára að …
Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, er látinn, 34 ára að aldri.

Eg­ill Þór Jóns­son, teym­is­stjóri á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar og fv. borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut, í návist fjöl­skyldu sinn­ar og vina, að kvöldi föstu­dags­ins 20. des­em­ber, 34 ára að aldri. Eg­ill Þór hafði und­an­far­in ár háð hetju­lega bar­áttu við krabba­mein.

Eg­ill Þór fædd­ist í Reykja­vík 26. júní 1990 og ólst upp í Breiðholti. For­eldr­ar hans eru Jón Þór Trausta­son bif­reiðasmíðameist­ari, f. 1960, sem lést 2013 af slys­för­um, og Dí­ana Sæ­rún Svein­björns­dótt­ir leik­skólaliði, f. 1961. Systkini Eg­ils Þórs eru Linda Björk Jóns­dótt­ir og Aron Örn Jóns­son.

Eg­ill Þór gekk í Hóla­brekku­skóla, stundaði nám við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti og lauk þaðan stúd­ents­prófi árið 2011. Þá stundaði hann nám í fé­lags­fræði og fjöl­miðla­fræði við Há­skóla Íslands og lauk BA-prófi í fé­lags­fræði árið 2015.

Hann helgaði starfs­fer­il sinn fólki með fatlan­ir og geðræn vanda­mál. Hann var stuðnings­full­trúi í bú­setukjarn­an­um Rangár­seli árin 2015 til 2018 og teym­is­stjóri í Rangár­seli frá 2016.

Eg­ill Þór sinnti ýms­um störf­um meðfram námi. Hann var í bygg­ing­ar­vinnu árin 2006 til 2007, var bréf­beri og sinnti út­keyrslu hjá Ísland­s­pósti 2008 til 2014. Hann var yf­ir­mentor fyr­ir ný­nema í fé­lags- og mann­vís­inda­deild Há­skóla Íslands árin 2014 til 2015 og sinnti trygg­ingaráðgjöf hjá Trygg­inga­vakt­inni sum­arið 2015.

Eg­ill Þór var trygg­ur sjálf­stæðismaður alla tíð. Hann var borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins árin 2018 til 2022 og vara­borg­ar­full­trúi frá 2022. Hann sat í ýms­um nefnd­um borg­ar­stjórn­ar, s.s. í um­hverf­is- og heil­brigðisráði, vel­ferðarráði, skóla- og frí­stundaráði, ferl­inefnd fatlaðs fólks og öld­ungaráði. Þá sat hann í íbúaráði Breiðholts og íbúaráði Kjal­ar­ness.

Eg­ill Þór var formaður Norm, fé­lags fé­lags­fræðinema við Há­skóla Íslands 2013 til 2014, sat í Stúd­entaráði Há­skóla Íslands 2014 til 2016, sat í stjórn Stúd­entaráðs, var formaður Vöku, fé­lags lýðræðissinnaðra stúd­enta 2015 til 2016. Eg­ill Þór var formaður Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, 2023 til 2024. Hann sat í stjórn Krafts, stuðnings­fé­lags ungs fólks sem greinst hef­ur með krabba­mein og aðstand­enda þeirra, 2020-2023. Þá var Eg­ill Þór virk­ur í starfi Odd­fellow­regl­unn­ar á Íslandi.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Eg­ils Þórs er Inga María Hlíðar Thor­stein­son, f. 1991, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir. Börn þeirra eru Sig­ur­dís, þriggja ára, og Aron Trausti, fimm ára.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka