Auðlindagjaldið hljómar vel

Finnbogi A. Hermannsson, forseti ASÍ.
Finnbogi A. Hermannsson, forseti ASÍ. mbl.is/Karítas

„Við í verka­lýðshreyf­ing­unni könn­umst vissu­lega við mörg af þeim mál­um sem rík­is­stjórn­in set­ur á odd­inn; atriði sem hafa lengi verið bar­áttu­mál okk­ur. Ég ætla þó ekki að fagna neinu fyrr en ég sé efnd­ir,“ seg­ir Finn­björn A. Her­manns­son for­seti ASÍ um stefnu­ská og áhersl­ur nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að fyrsta verk stjórn­ar­inn­ar verði að ná stöðug­leika í efna­hags­lífi með styrkri stjórn á fjár­mál­um rík­is­ins. Lífs­kjör verða bætt með sam­stöðu um þetta.

„Þetta er gott mál. Svo sjá­um við að rík­is­stjórn­in ætl­ar að sjá til þess að auðlind­ir verði í eign þjóðar­inn­ar sem fái af­gjald. Ná­kvæm­lega þetta atriði var til um­fjöll­un­ar á síðasta árs­fundi okk­ar; hljóm­ar því vel og kunn­ug­lega í okk­ar eyr­um og við styðjum málið,“ seg­ir for­seti ASÍ. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert